Brooklyn Nets vann nágranna sína í New York Knicks á sunnudag. Leikurinn hefur verið umtalaður síðan og þá ekki eingöngu vegna frábærrar frammistöðu Kevins Durant á vellinum eða í viðtali eftir leik.
Eins og áður hefur komið fram mátti Kyrie Irving ekki vera með Nets inn á vellinum en hann mátti mæta sem áhorfandi. Sat hann alveg upp við varamannabekk Nets. Það voru ekki einu samskipti hans við liðsfélaga sína í leiknum en nú hefur komið í ljós að hann fékk að fara inn í klefa með liðinu.
Er það brot á heilsu- og öryggisreglum NBA-deildarinnar. Því hefur félagið verið sektað um 50 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 6,6 milljónir íslenskra króna.
Kyrie Irving is allowed to enter the arena, but not the workplace environment -- and the locker room is considered part of the Nets' workplace environment at the Barclays Center. Ultimately, the NBA fined the organization -- not Irving -- for the violation. https://t.co/g04JGoiD5H
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 14, 2022
Nets er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 35 sigra og 33 töp í 68 leikjum.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.