Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Viktor Örn Ásgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 20:57 Lilja beindi spjótum sínum að Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira