Hvað verður um fósturbörnin? Guðlaugur Kristmundsson, Birna Þórarinsdóttir, Ragnar Schram og Erna Reynisdóttir skrifa 14. mars 2022 13:32 Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun