Hvað verður um fósturbörnin? Guðlaugur Kristmundsson, Birna Þórarinsdóttir, Ragnar Schram og Erna Reynisdóttir skrifa 14. mars 2022 13:32 Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun