Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2022 11:14 Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangrun. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20