Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:10 Mikkel Hansen fær lengra sumarfrí í ár og græðir líka á því pening. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga. HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga.
HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira