Úthverfin ekki útundan Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. mars 2022 20:02 Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun