Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:58 Renaud starfaði meðal annars fyrir New York Times á ferli sínum en hann var ekki á vegum miðilsins þegar hann var drepinn. Getty/Samsett Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52