Söguleg kosning Ásdísar í Kópavogi Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 13:52 Ásdís Kristjánsdóttir var kjörin oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í gær. Vísir Ásdís Kristjánsdóttir var kjörin oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi með afgerandi meirihluta. Aldrei í nútímasögu flokksins hefur nýliði hlotið aðra eins kosningu. Ásdís hlaut 1881 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. 2521 greiddi atvæði og gerir það því 74,6 prósent kosningu Ásdísar. Karen Elísabet Halldórsdóttir bauð sig einnig fram í fyrsta sætið, hún komst ekki á blað og því liggur ekki fyrir hversu mikla kosningu hún hlaut. Man ekki eftir annarri eins kosningu nýliða Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður, er allra manna fróðastur um kosningasögu Sjálfstæðisflokksins og hann segir að sigur Ásdísar í gær sé einfaldlega stærsti kosningasigur í sögu flokksins. Aldrei áður hafi nýliði unnið svo afgerandi meirihluta atkvæða, en Ásdís hefur aldrei áður boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þá veki einnig athygli að mótframbjóðandi hennar er sitjandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þeir einu sem fái yfir sjötíu prósent atkvæða í prófkjörum séu sitjandi oddvitar eða frambjóðendur sem fá einungis málamyndamótframboð. Friðjón man þó til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi fengið ríflega sjötíu prósent atkvæða í sínu fyrsta prófkjöri fyrir Alþingiskosningar. Þá hafi hún þó verið landsþekktur stjórnmálamaður og borgarstjóri Reykjavíkur. Friðjón slær þó þann varnagla að hann muni aðeins fjörutíu ár aftur í tímann. Ólga í aðdraganda prófkjörs Hörð barátta var um oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem endaði þó með gríðarlega afgerandi sigri Ásdísar. Mótframbjóðandi hennar Karen Elísabet Halldórsdóttir var til að mynda kærð til Persónuverndar fyrir að dreifa persónuupplýsingum um einstakling sem starfað hefur innan flokkins í Kópavogi. Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Ásdís hlaut 1881 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. 2521 greiddi atvæði og gerir það því 74,6 prósent kosningu Ásdísar. Karen Elísabet Halldórsdóttir bauð sig einnig fram í fyrsta sætið, hún komst ekki á blað og því liggur ekki fyrir hversu mikla kosningu hún hlaut. Man ekki eftir annarri eins kosningu nýliða Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður, er allra manna fróðastur um kosningasögu Sjálfstæðisflokksins og hann segir að sigur Ásdísar í gær sé einfaldlega stærsti kosningasigur í sögu flokksins. Aldrei áður hafi nýliði unnið svo afgerandi meirihluta atkvæða, en Ásdís hefur aldrei áður boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þá veki einnig athygli að mótframbjóðandi hennar er sitjandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þeir einu sem fái yfir sjötíu prósent atkvæða í prófkjörum séu sitjandi oddvitar eða frambjóðendur sem fá einungis málamyndamótframboð. Friðjón man þó til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi fengið ríflega sjötíu prósent atkvæða í sínu fyrsta prófkjöri fyrir Alþingiskosningar. Þá hafi hún þó verið landsþekktur stjórnmálamaður og borgarstjóri Reykjavíkur. Friðjón slær þó þann varnagla að hann muni aðeins fjörutíu ár aftur í tímann. Ólga í aðdraganda prófkjörs Hörð barátta var um oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem endaði þó með gríðarlega afgerandi sigri Ásdísar. Mótframbjóðandi hennar Karen Elísabet Halldórsdóttir var til að mynda kærð til Persónuverndar fyrir að dreifa persónuupplýsingum um einstakling sem starfað hefur innan flokkins í Kópavogi.
Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira