Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl Árni Sæberg, Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. mars 2022 08:00 Árásin var gerð við borgina Lviv sem er nálægt landamærum Úkráinu og Póllands. AP Photo/Felipe Dana Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tsjernobyl Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira