Tveir handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 07:30 Lögreglan að störfum í miðbænum í nótt. Ráðist var á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt, tilkynnt var um ofurölvi einstaklinga og skemmtistað var lokað sem reyndist vera með útrunnið rekstrarleyfi. Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41