Í innslaginu fyrir flutning Kötlu talaði hún um föður sinn sem lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föðurins, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún.
Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“
Á Twitter spannst mikil umræða um athugasemdina í kjölfarið.
Uppfært 21:48: Björg Magnúsdóttir bað Kötlu innilega afsökunar í beinni útsendingu á keppninni rétt í þessu. Hún sagði brandarann hafa verið óviðeigandi og þótti miður að hafa látið orðin falla.
„Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið,“ sagði Björg.
„hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta“ - þetta er einn ósmekklegasti brandari sem ég hef heyrt. #12stig
— Torfi Geir Simonarson (@TorfiGeir) March 12, 2022
Björg right now eftir þennan ömurlega brandara #12stig pic.twitter.com/DNWbbqJzlA
— Kristófer Þ Jóhanns (@kristoferthor) March 12, 2022
björg nei hvað er að #12stig
— helga (@moonlight_watch) March 12, 2022
Vá hvað þetta var óviðeigandi komment hjá Björgu við Kötlu:( #12stig
— eva k (@danielsd_eva) March 12, 2022
Björg er örugglega með smá móral eftir þennan ósmekklega brandara #12stig
— Elsa A. Serrenho (@elsaserrenho) March 12, 2022
Sagði kynnirinn bara í ALVÖRU við Kötlu "Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta"?!!! Þetta er eitt það ljótasta sem ég hef séð og heyrt í Söngvakeppninni! #12stig
— Alma Rut (@almarutkr) March 12, 2022
Björg spyr Kötlu út í hálsmenið og djokar svo með að hún sé að reyna að fá atkvæði út á það? Hvað er að? Hvað er Björg að gera þarna? Er til þurrari manneskja ? #12stig
— Jóna Særún (@jonasaeruns) March 12, 2022
Skammastu þín Björg, að Katla ætli að næla sér í atkvæði út á látinn föður sinn. Svona segir maður ekki. #12stig
— DisaBirgis (@Disa_Birgis) March 12, 2022