Heimatilbúinn vandi Reykjavíkurborgar Þorkell Sigurlaugsson skrifar 12. mars 2022 16:30 Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga. Stóra samgönguslysið í Reykjavík Borgir stækka á grundvelli þeirra öflugu hagkerfa sem borgarsamfélög mynda og gerir þeim kleift að bjóða borgarbúum margs konar og eftirsóknarverð lífsgæði. Á móti koma þeir ókostir sem þéttbýlið elur af sér og birtast ekki hvað síst í sígildum stórborgarvanda sem núverandi borgarstjórn hefur tekist að skapa tengdum sorphirðu, samgöngum og atvinnulífstengslum sem dæmi séu tekin. Stóra samgönguslysið sem borgarstjórn Dags B. Eggertssonar hefur alið af sér er þrenging bílaumferðar og fækkun bílastæða. Bíllinn er síður en svo að hverfa. Almenningssamgöngur þarf að bæta án þrengingu bílaumferðar. Nú þegar er búið að valda miklum skaða og þarf að vinna það til baka Sorphirða í djúpum skít Enda þótt Reykjavík sé ekki fjölmennari en meðalstórt úthverfi við Lundúnaborg, hafa sígild stórborgarvandamál verið að festa sig í sessi. Vaxandi ónægja er í kringum sorphirðumálin, bæði við fyrirtæki og heimili og einnig í almenningsrými borgarinnar. Vel má vera að það geti verið skynsamlegt að fækka tunnum í sumum tilvikum og fjölga í öðrum sem lið í umhverfis- og loftsmálum. Það breytir því þó ekki að sorphirðan sjálf og sorpförgunin verður af augljósum ástæðum að vera í lagi. Hvorki sorphirðan né sorpförgunin er þó í lagi, sem er sárar en tárum tekur fyrir ekki stærra borgarsamfélag en Reykjavík er. Hvers vegna Reykjavíkurborg getur ekki fargað sorpi á sama umhverfisvæna hátt og gert er í hinum norrænu höfuðborgununum er hreinasta ráðgáta. Fordómar og þekkingarleysi vinstri meirihlutans gæti skýrt þetta að einhverju leyti. Nægir að vísa í dapurleg örlög Gæju í þeim efnum. Á heildina litið mætti því segja að sorphirða í Reykjavíkurborg sé í „djúpum skít“. Samgöngur í enn verri hnút Ef litið er til samgöngumálanna, þá standa málin þar í enn verri hnút en sorphirðumálin. Umferðartafir valda fyrirtækjum og launafólki milljarðakostnaði á ári hverju, svo að ekki sé minnst á þann skaðlega útblástur sem sleppur út af óþörfu þar sem hægagangurinn og stopp og start í umferðinni á endalausum umferðaljósum. Þessar umferðartafir má að mestu leyti rekja til framkvæmdastopps og afturhalds í skipulagsmálum. Hefði upphaflegum skipulagsáætlunum verið fylgt eftir væru 80-85% minni tafir en við glímum við í dag, við gætum sparað tugi tonna í eldsneytiskaupum og hlíft loftslaginu við þúsundum tonna af CO2 sleppur út. Að þessi þróun eigi sér stað á vinstrivakt núverandi borgarstjórnarmeirihluta er með ólíkindum miðað við öll loforðin um græna og umhverfisvæna borg. Þetta gerir umferðarmálin jafnframt að einu stærsta loftslagsmáli borgarbúa í dag. Losum okkur við þennan heimatilbúna vanda Reykjavík var til skamms tíma lítil stórborg með helstu kosti stórborgarinnar, en samt laust við helstu ókostina. Því miður er því ekki lengur að heilsa, aðallega vegna þess að núverandi meirihluti hefur misst grunntökin í skipulagsmálum. Þessari þróun þarf að vinda ofan af. Þessi litla stórborg hefur enn allar forsendur sem þarf til að veita helstu og eftirsóknarverðustu lífsgæði stórborgarinnar, án þess fórnarkostnað sem íbúar stórborga hafa þurft að sætta sig við. Staðreyndin er sú að Reykjavík getur gert svo miklu betur og losað sig við bróðurpartinn af heimatilbúna vandanum í sorphirðumálum og samgöngumálum. Hvernig getum við stöðvað fyrirtækjaflóttann? Fyrirtækjaflótti frá Reykjavík hefur færst í vöxt. Ónægja fyrirtækjaeigenda við Laugaveg og nágrenni hefur sýnileg undanfarin ár og tengist ekki hvað síst því markmiði vinstrimeirihlutans að gera einkabílinn útlægan úr miðborginni. Nú bregður hins vegar svo við að óánægjan hefur breiðst út til annarra fyrirtækjaheilda, og reyndar ekki aðeins á meðal fyrirtækja. Ríkisstofnanir virðast einnig hugsa sér til hreyfings með flutningi yfir í nágrannasveitarfélög borgarinnar. Þessi þróun vekur upp ýmsar spurningar. Hvað veldur þessum flótta og hvernig má bregðast við þessari alvarlegu þróun? Hverjar eru helstu ástæður fyrirtækjaflóttans? Nokkrar meginástæður eru fyrir fyrirtækjaflóttanum. Ákefðin sem ríkt hefur í þéttingu íbúðarhverfa virðist hafa byrgt borgaryfirvöldum sýn á öðrum sviðum skipulagsmála. Úthlutanir atvinnulóða hafa verið í lágmarki og húsnæðismál fyrirtækja eru í sama ólestri og almenni húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík. Einkabílaandúðin, sem borgaryfirvöld hafa því miður einnig orðið ber að, bætir ekki úr skák og yfirlýsingar um frekari þrengingar að einkabílnum geta vart talist aðlaðandi framtíðarsýn fyrir mörg fyrirtæki. Þá er engu líkara, en að vinstrimeirihlutanum láti sér afkomu og áhyggjur fyrirtækja í léttu rúmi liggja. Samskipti borgaryfirvalda við fyrirtæki einkennast af tómlæti ef ekki áhugaleysi í þeirra garð. Það er því ekki nema von, finnist fyrirtækjum þeim ekki lengur til setunnar boðið í Reykjavík. Hvað er til ráða? Við þurfum nýjan meirihluta í borgarstjórn, meirihluta sem kann að meta fyrirtækin í borginni að verðleikum, sem gerir ráð fyrir þeim í borgarsamfélaginu og kortleggur þarfir þeirra með tilliti til skiplagsgerðar. Við þurfum nýjan meirihluta sem lætur ekki einn þátt skipulagsmála byrgja öðrum mikilvægum þáttum sýn og leitar jafnvægis í skipulagsþróun borgarsamfélagsins. Þurfum að byggja upp á nýju landi Geldinganes, Álfsnes, Kjalarnes, Keldnalandi og Keldnaholti og meira í Úlfarsárdal. Og síðast en ekki síst þurfum við nýjan meirihluta sem telur sig ekki hafinn yfir það að eiga samtal fyrirtækin og einstaklinga í borginni og spyrja hvað gera megi betur í þjónustunni við þau. Ekki bara vera með flottar glærukynningar í Ráðhúsinu og einhliða áróður og einhverja fallega framtíðasýn. Mín framtíðarsýn er allt öðru vísi og byggir á reynslu til áratuga þar sem fyrirtæki eru byggð upp af öllum stærðum og gerðum. Höfundur sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga. Stóra samgönguslysið í Reykjavík Borgir stækka á grundvelli þeirra öflugu hagkerfa sem borgarsamfélög mynda og gerir þeim kleift að bjóða borgarbúum margs konar og eftirsóknarverð lífsgæði. Á móti koma þeir ókostir sem þéttbýlið elur af sér og birtast ekki hvað síst í sígildum stórborgarvanda sem núverandi borgarstjórn hefur tekist að skapa tengdum sorphirðu, samgöngum og atvinnulífstengslum sem dæmi séu tekin. Stóra samgönguslysið sem borgarstjórn Dags B. Eggertssonar hefur alið af sér er þrenging bílaumferðar og fækkun bílastæða. Bíllinn er síður en svo að hverfa. Almenningssamgöngur þarf að bæta án þrengingu bílaumferðar. Nú þegar er búið að valda miklum skaða og þarf að vinna það til baka Sorphirða í djúpum skít Enda þótt Reykjavík sé ekki fjölmennari en meðalstórt úthverfi við Lundúnaborg, hafa sígild stórborgarvandamál verið að festa sig í sessi. Vaxandi ónægja er í kringum sorphirðumálin, bæði við fyrirtæki og heimili og einnig í almenningsrými borgarinnar. Vel má vera að það geti verið skynsamlegt að fækka tunnum í sumum tilvikum og fjölga í öðrum sem lið í umhverfis- og loftsmálum. Það breytir því þó ekki að sorphirðan sjálf og sorpförgunin verður af augljósum ástæðum að vera í lagi. Hvorki sorphirðan né sorpförgunin er þó í lagi, sem er sárar en tárum tekur fyrir ekki stærra borgarsamfélag en Reykjavík er. Hvers vegna Reykjavíkurborg getur ekki fargað sorpi á sama umhverfisvæna hátt og gert er í hinum norrænu höfuðborgununum er hreinasta ráðgáta. Fordómar og þekkingarleysi vinstri meirihlutans gæti skýrt þetta að einhverju leyti. Nægir að vísa í dapurleg örlög Gæju í þeim efnum. Á heildina litið mætti því segja að sorphirða í Reykjavíkurborg sé í „djúpum skít“. Samgöngur í enn verri hnút Ef litið er til samgöngumálanna, þá standa málin þar í enn verri hnút en sorphirðumálin. Umferðartafir valda fyrirtækjum og launafólki milljarðakostnaði á ári hverju, svo að ekki sé minnst á þann skaðlega útblástur sem sleppur út af óþörfu þar sem hægagangurinn og stopp og start í umferðinni á endalausum umferðaljósum. Þessar umferðartafir má að mestu leyti rekja til framkvæmdastopps og afturhalds í skipulagsmálum. Hefði upphaflegum skipulagsáætlunum verið fylgt eftir væru 80-85% minni tafir en við glímum við í dag, við gætum sparað tugi tonna í eldsneytiskaupum og hlíft loftslaginu við þúsundum tonna af CO2 sleppur út. Að þessi þróun eigi sér stað á vinstrivakt núverandi borgarstjórnarmeirihluta er með ólíkindum miðað við öll loforðin um græna og umhverfisvæna borg. Þetta gerir umferðarmálin jafnframt að einu stærsta loftslagsmáli borgarbúa í dag. Losum okkur við þennan heimatilbúna vanda Reykjavík var til skamms tíma lítil stórborg með helstu kosti stórborgarinnar, en samt laust við helstu ókostina. Því miður er því ekki lengur að heilsa, aðallega vegna þess að núverandi meirihluti hefur misst grunntökin í skipulagsmálum. Þessari þróun þarf að vinda ofan af. Þessi litla stórborg hefur enn allar forsendur sem þarf til að veita helstu og eftirsóknarverðustu lífsgæði stórborgarinnar, án þess fórnarkostnað sem íbúar stórborga hafa þurft að sætta sig við. Staðreyndin er sú að Reykjavík getur gert svo miklu betur og losað sig við bróðurpartinn af heimatilbúna vandanum í sorphirðumálum og samgöngumálum. Hvernig getum við stöðvað fyrirtækjaflóttann? Fyrirtækjaflótti frá Reykjavík hefur færst í vöxt. Ónægja fyrirtækjaeigenda við Laugaveg og nágrenni hefur sýnileg undanfarin ár og tengist ekki hvað síst því markmiði vinstrimeirihlutans að gera einkabílinn útlægan úr miðborginni. Nú bregður hins vegar svo við að óánægjan hefur breiðst út til annarra fyrirtækjaheilda, og reyndar ekki aðeins á meðal fyrirtækja. Ríkisstofnanir virðast einnig hugsa sér til hreyfings með flutningi yfir í nágrannasveitarfélög borgarinnar. Þessi þróun vekur upp ýmsar spurningar. Hvað veldur þessum flótta og hvernig má bregðast við þessari alvarlegu þróun? Hverjar eru helstu ástæður fyrirtækjaflóttans? Nokkrar meginástæður eru fyrir fyrirtækjaflóttanum. Ákefðin sem ríkt hefur í þéttingu íbúðarhverfa virðist hafa byrgt borgaryfirvöldum sýn á öðrum sviðum skipulagsmála. Úthlutanir atvinnulóða hafa verið í lágmarki og húsnæðismál fyrirtækja eru í sama ólestri og almenni húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík. Einkabílaandúðin, sem borgaryfirvöld hafa því miður einnig orðið ber að, bætir ekki úr skák og yfirlýsingar um frekari þrengingar að einkabílnum geta vart talist aðlaðandi framtíðarsýn fyrir mörg fyrirtæki. Þá er engu líkara, en að vinstrimeirihlutanum láti sér afkomu og áhyggjur fyrirtækja í léttu rúmi liggja. Samskipti borgaryfirvalda við fyrirtæki einkennast af tómlæti ef ekki áhugaleysi í þeirra garð. Það er því ekki nema von, finnist fyrirtækjum þeim ekki lengur til setunnar boðið í Reykjavík. Hvað er til ráða? Við þurfum nýjan meirihluta í borgarstjórn, meirihluta sem kann að meta fyrirtækin í borginni að verðleikum, sem gerir ráð fyrir þeim í borgarsamfélaginu og kortleggur þarfir þeirra með tilliti til skiplagsgerðar. Við þurfum nýjan meirihluta sem lætur ekki einn þátt skipulagsmála byrgja öðrum mikilvægum þáttum sýn og leitar jafnvægis í skipulagsþróun borgarsamfélagsins. Þurfum að byggja upp á nýju landi Geldinganes, Álfsnes, Kjalarnes, Keldnalandi og Keldnaholti og meira í Úlfarsárdal. Og síðast en ekki síst þurfum við nýjan meirihluta sem telur sig ekki hafinn yfir það að eiga samtal fyrirtækin og einstaklinga í borginni og spyrja hvað gera megi betur í þjónustunni við þau. Ekki bara vera með flottar glærukynningar í Ráðhúsinu og einhliða áróður og einhverja fallega framtíðasýn. Mín framtíðarsýn er allt öðru vísi og byggir á reynslu til áratuga þar sem fyrirtæki eru byggð upp af öllum stærðum og gerðum. Höfundur sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun