Líður öruggari með hverjum deginum sem líður: „Ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 12:09 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Íslendingur sem búsettur er í Kænugarði óttast ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira