Líður öruggari með hverjum deginum sem líður: „Ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 12:09 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Íslendingur sem búsettur er í Kænugarði óttast ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar. Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Erlendir miðlar hafa í morgun greint frá því að Rússar gætu verið að undirbúa áhlaup á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Hergagnalest þeirra hafi dreift sér í kring um borgina og Rússum orðið nokkuð ágengt í árásum sínum á bæi og svæði utan hennar. Hersveitir nálgist Kænugarð og séu komnar í um 25 kílómetra fjarlægð frá borginni. Í vaktinni hér að neðan er hægt að nálgast allar nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu: Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði segir þessar fréttir ekki gefa alveg rétta mynd af stöðunni. Sérfræðingar telji að hergagnalestin hafi dreift úr sér til að koma sér úr opinni skotlínu Úkraínumanna. „Bara til þess að taka sig saman upp á nýtt af því að skipulagið eins og það hefur verið að ganga hingað til það hefur ekki gengið upp,“ segir Óskar. Ró yfir Kænugarði Rússum hafi gengið afar illa að vinna landsvæði í kring um Kænugarð. „Þeim er algjörlega haldið við og borgin sjálf er mjög mjög vel varin. Bæði á útjaðrinum og í kring um hana og síðan bara inni í borginni. Ég meina ég fór út í apótek í morgun og ég veit ekki hvað ég taldi margar hríðskotabyssur á leiðinni og sandpoka og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar. Honum líði því ágætlega öruggum í Kænugarði eins og er. „Mér líður alltaf betur og betur varðandi mitt eigið öryggi með hverjum degi sem líður upp á það að gera að það er að færast svo mikil ró yfir borgina sjálfa hérna. Það eru ekki búnir að vera neinir skotbardagar, það eru engir Rússar inni í borginni,“ segir Óskar. Næstu dagar skipti sköpum Rússar virðast hafa gefið í árásir sínar á ýmsar borgir í morgun. Óskar er þó bjartsýnn enda hafi þeim gengið illa að ná borgum á sitt vald frá því að þeir réðust inn í landið. „Meira að segja á stöðum eins og í Mariupol. Að Mariupol sem er gjörsamlega búið að bomba í klessu að þeir ná ekki inn fyrir Mariupol. Sem er alveg ótrúlegt miðað við að hún sé rafmagnslaus, vatnslaus, hitalaus. En Úkraínuher hleypir þeim ekki inn,“ segir Óskar. Næstu dagar muni skipta sköpum í stríðinu. „Næstu svona 48 tímar munu segja okkur helvíti mikið um hvernig næstu vikur verða. Svona hvernig þetta stríð mun þróast. En það er náttúrulega ómögulegt að spá fyrir um stríð,“ segir Óskar.
Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira