Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. SönderjyskE heimsótti Nordsjælland en um er að ræða tvö af þremur neðstu liðum deildarinnar. Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði gestanna og tóku þeir forystuna strax á 2. mínútu leiksins.
Var það eina mark fyrri hálfleiksins en heimamenn jöfnuðu í svo gott sem fyrstu sókn síðari hálfleiksins. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.
Kristófer Ingi var tekinn af velli á 72. mínútu á meðan Atli Barkarson sat allan tímann á varamannabekk SönderjyskE sem situr enn á botni deildarinnar. Nú með 12 stig eftir 21 leik.