Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 16:28 Fallegur sumardagur á Búðardal í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd. Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar. Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar.
Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira