Umdeild ákvörðun og vanhæfi kjörins fulltrúa gætu kostað Dalabyggð skildinginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 16:28 Fallegur sumardagur á Búðardal í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið dæmt til að greiða skólabílstjóra 800 þúsund krónur í miskabætur. Bílstjórinn var starfsmaður fyrirtækis sem tók að sér skólaakstur í sveitarfélaginu en sagði starfsmanninum upp vegna sjö ára ásökunar um kynferðislega áreitni. Þá var skaðabótaábyrgð Dalabyggðar í málinu viðurkennd. Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar. Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Vesturlands frá því í janúar í fyrra sem sýknaði sveitarfélagið af kröfu mannsins. Í samantekt Landsréttar um málið kemur fram að eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í Dalabyggð var tilboði eins fyrirtækis tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við bílstjórann. Sveitarstjórnarfulltrúi hafði samband við Eyjólf Ingva Bjarnason, sveitarstjóra Dalabyggðar, og tjáði honum að sér litist ekki á að umræddur bílstjóri annaðist skólaakstur. Ástæðan var sú að sjö árum áður hefði sá verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni sveitarstjórnarfulltrúans, en málið var fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðarbók sveitarstjórnar að hún samþykkti ekki karlmanninn sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt fyrirtækinu sem hafði ráðið hann til starfa. Fyrirtækið sagði bílstjóranum upp störfum. Fyrir dómi krafðist bílstjórinn miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Dalabyggðar vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Landsréttur sagði að ákvörðun Dalabyggðar um að samþykkja karlmanninn ekki sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem karlmaðurinn hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og bílstjóranum ekki gefið færi á að koma athugasemdum að eða bregðast við ásökunum. Auk þess hefði sveitarstjórnarfulltrúinn verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins. Dalabyggð yrði að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Var Dalabyggð gert að greiða karlmanninum miskabætur upp á 800 þúsund krónur og viðurkennt að sveitarfélagið bæri skaðabótaábyrgð á tjóni bílstjórans vegna tekjumissis. Dómur Landsréttar.
Dalabyggð Dómsmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira