Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Rússar gerðu loftárásir á borgirnar Dnipro í suðri og Lutsk í norðvestri í nótt. Bandaríkjamenn og Bretar óttast að Rússar muni beita efnavopnum.

Úkraína verður umfjöllunarefni hádegisfrétta eins og síðustu daga. Einnig verður rætt við Íslending sem búsettur er í Kænugarði. 

Þá tökum við stöðuna á kórónuveirunni en mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu veirunnar. 

Við spyrjum forsætisráðherra einnig út í þá stöðu sem nú er uppi á spítalanum. 

Að síðustu fjöllum við um ferðasumarið framundan hér á landi, bókunarstaðan er ágæt en ferðaþjónustan á þó langt í land til að ná þeim árangri og náðist fyrir COVID.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×