Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2022 06:20 McDonalds er meðal þeirra stórfyrirtækja sem hefur hætt starfsemi í Rússlandi en þar voru starfræktir 850 staðir. epa/Maxim Shipenkov Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira