Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2022 23:35 Teikning af nýju deiliskipulagi Hrafnagilshverfis sýnir nýja legu þjóðvegarins meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Eyjafjarðarsveit/Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli. Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli.
Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira