Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 21:30 Ylja er fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Aðsend mynd Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi. Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu. Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu.
Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00