Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 11:12 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðuna erfiða um þessar mundir. Vísir Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum. Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum.
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22