Guardiola: Man. City óttast ekki ensku liðin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 10:00 Pep Guardiola ræðir hér við táninginn James McAtee sem fékk að spreyta sig í Meistaradeildinni í gær. AP/Dave Thompson Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir lið sitt ekki óttast það að mæta liði úr ensku úrvalsdeildinni þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira