Vottaði rússneskri þjóð sem lent hafi í klóm „sturlaðs einræðisherra“ samúð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2022 21:49 Kári Stefánsson hvatti til friðar á friðartónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld. Vísir/ARnar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti í kvöld ávarp á friðartónleikum sem haldnir voru í Hallgrímskirkju vegna stríðsins í Úkraínu. Íslenskt tónlistarfólk flutti tónlist fyrir þá sem voru samankomnir í kirkjunni og mótmæltiþar hernaðarbrölti rússneskra stjórnvalda. „Ágætu félagar, við erum saman komin hér í kvöld til þess að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Við erum með því að sýna samstöðu með úkraínskri þjóð. Við erum hér til þess að horfast í augu við þá staðreynd að heiminum öllum stafar hætta af stríðinu í Úkraínu. Við erum hér til þess að votta rússneskri þjóð samúð vegna þess að hún hefur lent í höndunum á sturluðum einræðisherra.“ Svona hófst ræða Kára í kvöld. Hann var harðorður í ræðu sinni og sagði fáránlegt og með öllu óásættanlegt að árið 2022 stæði hernaður af þessum toga yfir. „Við erum hér til þess að krefjast friðar á jörðu eða af því að við erum stödd í kirkju ættum við kannski að biðja friðar á jörðu. Þó held ég að verkalýðsfélag þeirra sem búa hér á jörðu ætli að krefjast þess af þeim sem ræður að við fáum frið á jörðu,“ sagði Kári. „Það er fáránlegt og með öllu óásættanlegt að árið 2022 sé verið að miða fallbyssum á íbúðahús og skjóta eldflaugum á borgir, varpa sprengjum úr lofti og með því rústa öllum forsendum til eðlilegs lífs heilla þjóða og deyða fólk í stórum stíl.“ „Hvað eiga þessir foreldrar að gera?“ Hann rifjaði upp fréttamynd sem birtist fyrir nokkrum dögum af ungum föður bera lík átján mánaða gamals sonar síns inn á bráðamóttöku í Maríupól og móðurina fylgja á eftir. „Hvernig er þetta hægt? Hvað eiga þessir foreldrar að gera? Hvernig eiga þau að draga andann? Hvernig eiga þau að sofna á kvöldin? Hvers vegna eiga þau að vakna á morgnanna? Hvernig lifir menning okkar af slíkan harmleik, slíka grimmd, slíkt miskunarleysi og allt til þess að tjá þá skoðun að Úkraína tilheyri Rússlandi? Úkraína tilheyrir þjóðinni sem býr i Úkraínu og sú þjóð samanstendur af systrum okkar og bræðrum og við erum hér til þess að sýna þeim stuðning,“ sagði Kári og uppskar lófatak. Marina Yatsko og maðurinn hennar Fedor, sem ber lík átján mánaða sonar þeirra inn á bráðamóttöku í Maríupól.AP Photo/Evgeniy Maloletka „Hann er að hóta niðjum okkar um eilífð alla“ Hann sagði mörg okkar hafa haldið að stríð í Evrópu heyrðu fortíðinni til, við byggjum við eilífðarfrið í skjóli hernaðarbandalaga og kjarnorkuvopna þeirra. „Við sjáum nú hvað það virkar. Pútín etur herjum sínum í Úkraínu og segir að Rússland búi að kjarnorkuvopnum og ef aðrar þjóðir skipti sér beint af stríðsleikjum hans muni hann sjá til þess að heimurinn allur muni borga fyrir það dýrum dómi. Hann er beinlínis að hóta allri heimsbyggðinni,“ sagði Kári. „Hann er að hóta okkur, börnum okkar og barnabörnum og niðjum okkar um eilífð alla. kjarnorkuvopnin eru gagnslaus öðrum en þeim sem er nægilega sturlaður til að geta látið sér detta það í hug að beita þeim.“ Verkefni okkar að draga lærdóm af stríðinu Hörmungarnar í Úkraínu séu fyrst og fremst harmleikur þeirra sem glata heimilum sínum, landi sínu, ástvinum og lífi en jafnframt harmleikur rússnesku þjóðarinnar sem hafi verið dregin í stríð af sturluðum einræðisherra. Harmleikurinn sé þó, að sögn Kára, ekki síst okkar allra sem búum í þessum heimi. „Nú er það verkefni okkar Íslendinga á næstunni að hlúa að Úkraínumönnum, taka við flóttafólki, senda matvæli, fatnað og annað sem gagnast þessum hræðilegu aðstæðum en síðan verðum við að draga af þessum dapurlegu atburðum einhvern lærdóm. Það er alveg ljóst að friður í skjóli hernaðarbandalaga er bara vopnahlé sem ekki er hægt að reiða sig á,“ sagði Kári. Frá friðartónleikunum í kvöld þegar Kári flutti ræðu sína.Vísir/ARnar „Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.“ „Við eigum að tilbiðja friðinn“ Hann sagði salnum að tilbiðja friðinn. „Við eigum að tilbiðja friðinn, við eigum að skrifa um hann, við eigum að yrkja um hann, við eigum að syngja um hann. Við hlúum að öryggi okkar með því að láta heiminn vita að ekki verði svo um villst að við séum friðsöm þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, hvorki beint né óbeint. Þjóð sem vill hvorki kannast við sverð né blóð. Þjóð sem rís upp og mótmælir þegar ráðist er á aðra, þegar ráðist er á bræður okkar og systur, sýnir samhug og umhyggju og gerir sitt besta til að hjálpa,“ sagði Kári og við tók mínútuþögn fyrir öll fórnarlömb stríðsins. Í lok tónleikanna sungu Sigga, Beta og Elín, systurnar sem taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, sálminn We Shall Overcome og allur salurinn tók undir. Segja má með vissu að stundin hafi verið tilfinningaþrungin í Hallgímskirkju, þegar hundruð sungu fyrir friðinn. Innrás Rússa í Úkraínu Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. 8. mars 2022 15:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
„Ágætu félagar, við erum saman komin hér í kvöld til þess að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Við erum með því að sýna samstöðu með úkraínskri þjóð. Við erum hér til þess að horfast í augu við þá staðreynd að heiminum öllum stafar hætta af stríðinu í Úkraínu. Við erum hér til þess að votta rússneskri þjóð samúð vegna þess að hún hefur lent í höndunum á sturluðum einræðisherra.“ Svona hófst ræða Kára í kvöld. Hann var harðorður í ræðu sinni og sagði fáránlegt og með öllu óásættanlegt að árið 2022 stæði hernaður af þessum toga yfir. „Við erum hér til þess að krefjast friðar á jörðu eða af því að við erum stödd í kirkju ættum við kannski að biðja friðar á jörðu. Þó held ég að verkalýðsfélag þeirra sem búa hér á jörðu ætli að krefjast þess af þeim sem ræður að við fáum frið á jörðu,“ sagði Kári. „Það er fáránlegt og með öllu óásættanlegt að árið 2022 sé verið að miða fallbyssum á íbúðahús og skjóta eldflaugum á borgir, varpa sprengjum úr lofti og með því rústa öllum forsendum til eðlilegs lífs heilla þjóða og deyða fólk í stórum stíl.“ „Hvað eiga þessir foreldrar að gera?“ Hann rifjaði upp fréttamynd sem birtist fyrir nokkrum dögum af ungum föður bera lík átján mánaða gamals sonar síns inn á bráðamóttöku í Maríupól og móðurina fylgja á eftir. „Hvernig er þetta hægt? Hvað eiga þessir foreldrar að gera? Hvernig eiga þau að draga andann? Hvernig eiga þau að sofna á kvöldin? Hvers vegna eiga þau að vakna á morgnanna? Hvernig lifir menning okkar af slíkan harmleik, slíka grimmd, slíkt miskunarleysi og allt til þess að tjá þá skoðun að Úkraína tilheyri Rússlandi? Úkraína tilheyrir þjóðinni sem býr i Úkraínu og sú þjóð samanstendur af systrum okkar og bræðrum og við erum hér til þess að sýna þeim stuðning,“ sagði Kári og uppskar lófatak. Marina Yatsko og maðurinn hennar Fedor, sem ber lík átján mánaða sonar þeirra inn á bráðamóttöku í Maríupól.AP Photo/Evgeniy Maloletka „Hann er að hóta niðjum okkar um eilífð alla“ Hann sagði mörg okkar hafa haldið að stríð í Evrópu heyrðu fortíðinni til, við byggjum við eilífðarfrið í skjóli hernaðarbandalaga og kjarnorkuvopna þeirra. „Við sjáum nú hvað það virkar. Pútín etur herjum sínum í Úkraínu og segir að Rússland búi að kjarnorkuvopnum og ef aðrar þjóðir skipti sér beint af stríðsleikjum hans muni hann sjá til þess að heimurinn allur muni borga fyrir það dýrum dómi. Hann er beinlínis að hóta allri heimsbyggðinni,“ sagði Kári. „Hann er að hóta okkur, börnum okkar og barnabörnum og niðjum okkar um eilífð alla. kjarnorkuvopnin eru gagnslaus öðrum en þeim sem er nægilega sturlaður til að geta látið sér detta það í hug að beita þeim.“ Verkefni okkar að draga lærdóm af stríðinu Hörmungarnar í Úkraínu séu fyrst og fremst harmleikur þeirra sem glata heimilum sínum, landi sínu, ástvinum og lífi en jafnframt harmleikur rússnesku þjóðarinnar sem hafi verið dregin í stríð af sturluðum einræðisherra. Harmleikurinn sé þó, að sögn Kára, ekki síst okkar allra sem búum í þessum heimi. „Nú er það verkefni okkar Íslendinga á næstunni að hlúa að Úkraínumönnum, taka við flóttafólki, senda matvæli, fatnað og annað sem gagnast þessum hræðilegu aðstæðum en síðan verðum við að draga af þessum dapurlegu atburðum einhvern lærdóm. Það er alveg ljóst að friður í skjóli hernaðarbandalaga er bara vopnahlé sem ekki er hægt að reiða sig á,“ sagði Kári. Frá friðartónleikunum í kvöld þegar Kári flutti ræðu sína.Vísir/ARnar „Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.“ „Við eigum að tilbiðja friðinn“ Hann sagði salnum að tilbiðja friðinn. „Við eigum að tilbiðja friðinn, við eigum að skrifa um hann, við eigum að yrkja um hann, við eigum að syngja um hann. Við hlúum að öryggi okkar með því að láta heiminn vita að ekki verði svo um villst að við séum friðsöm þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, hvorki beint né óbeint. Þjóð sem vill hvorki kannast við sverð né blóð. Þjóð sem rís upp og mótmælir þegar ráðist er á aðra, þegar ráðist er á bræður okkar og systur, sýnir samhug og umhyggju og gerir sitt besta til að hjálpa,“ sagði Kári og við tók mínútuþögn fyrir öll fórnarlömb stríðsins. Í lok tónleikanna sungu Sigga, Beta og Elín, systurnar sem taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, sálminn We Shall Overcome og allur salurinn tók undir. Segja má með vissu að stundin hafi verið tilfinningaþrungin í Hallgímskirkju, þegar hundruð sungu fyrir friðinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. 8. mars 2022 15:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. 8. mars 2022 15:00