Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2022 12:24 Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Raforkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50