Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2022 12:24 Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Raforkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Fleiri fréttir Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Sjá meira
Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Fleiri fréttir Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Sjá meira
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50