Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2022 12:24 Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Raforkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50