Má bjóða þér meira morfín? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2022 10:00 Þegar ég kvartaði yfir miklum blæðingum sem unglingur við heimilislæknirinn minn sagði hann að þær virtust bara miklar, alls blæddi einungis um eina matskeið hjá öllum konum við hverjar blæðingar. Þetta væri vitleysa og misskilningur hjá mér, ég ætti bara að vera róleg. Þegar ég kvartaði yfir að komast ekki í sund/íþróttir vegna túrverkja og mikilla blæðinga sagði íþróttakennarinn minn að þetta væri aumingjaskapur og flestar íþróttakonur stunduðu sitt sund bara með túrverki. Ég ætti bara að hreyfa mig til að minnka verki. Þegar ég var undirlögð af verkjum í vinnu, tók ég einfaldlega verkjalyf og reyndi að harka af mér. Því það að hringja sig veika “vegna túrverkja” var illa séð eða ekki í boði. Þegar ég vann sem flugfreyja og fékk verstu köstin eða bólgnaði út á kviðnum vegna loftþrýstings, leit ég auðveldlega út fyrir að vera gengin 5-6 mánuði á leið. Þrátt fyrir að vera að glíma við ófrjósemi. Ég tók helst eftir þessu í vesturstrandarflugum þegar vélin beið úti eftir áhöfninni og beltið í sætinu mínu var þrengra á leiðinni heim. Þegar ég glímdi við ófrjósemi var bókstaflega allt rannsakað og allt reynt - nema að senda mig í kviðarholsspeglun til greiningar á endómetríósu, sem allt benti til að ég væri með. Verkir, blæðingar, ófrjósemi, tíðarhringur og risastórar margra sentimetra blöðrur sem sprungu með tilheyrandi sársauka Síðasta árið áður en ég varð ófrísk af syni okkar vorum við hjá Livio þar sem til greina kom að mér yrði vísað áfram í skurðaðgerð. Það sem stoppaði það hins vegar var að ekki var skynsamlegt að gera aðgerð á heilbrigðum eggjastokkum með stórum blóðblöðrum, þar sem að líkur væru á skemmdum. Þessi staðhæfing vakti upp hugleiðingar um gæði umræddra skurðaðgerða, þó svo að það fái að liggja milli hluta að sinni. Þegar ég fékk fyrstu hríðarnar í gangsetningu með drenginn minn fannst mér þær bara óttalega ómerkilegar, svona miðað við fyrri verkjaköst sem ég hafði verið að fá. Ég spurði ljósmæðurnar hvort þetta væri allt og hvort þetta yrði ekki verra. Þegar það var bætt á mig hríðaraukandi lyf í æð fann ég svo mun meira til, en þó minnti það mig á verstu verkjaköstin.Ég lýg þvi þó ekki að hríðar með dreypinu voru verri – enda fékk ég á endanum væna mænudeyfingu. Þegar ég færði mig sjálf á milli rúma uppi á fæðingardeild og stóð upp og labbaði samstundis eftir bráðakeisaraskurð göptu ljósmæðurnar og spurðu hvort mér væri ekkert illt og hvort ég gæti þetta alveg. Einnig fékk ég þessa spurningu ítrekað fyrstu dagana á eftir þegar ég labbaði um og hélt á barninu mínu. Mér var auðvitað mjög illt, enda nýbúin í holskurði eftir 68 tíma krefjandi fæðingarferli og erfiða meðgöngu. Málið var bara að ég var þrælvön verkjum af þessari gráðu svo ég sá ekkert eðlilegra en að fúnkera bara eins og ég gerði vanalega. Ég fékk meira að segja, eins og aðrar keisaramömmur, verkjalyfið Oxycontin með mér heim sem ég sá ekki þörf á að taka - þetta væri jú bara eins og túrverkir. Þegar ég var lögð inn á bráðadeild vegna lamandi verkja í eitt af þremur skiptum árið 2022, fór svo að morfínið sem ég fékk í æð virkaði varla. Þess má geta að ég er alls ekki vön verkjalyfjum af þessum styrkleika. Sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfræðingar töluðu einnig um að útköll/innlagnir vegna verkja af völdum endómetríósu væru algeng. Þegar ég spurði í fáfræði minni hvað í ósköpunum ég ætti svo að gera ef annað eins kæmi fyrir aftur, var svarið einfalt: Ósköp lítið hægt að gera en komdu aftur niðureftir í verkjastillingu ef þú verður aftur svona slæm. Ég vil taka fram að um er að ræða bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem álag á starfsfólk er gríðarlegt og plássleysið algjört. En heilbrigðiskerfið virðist þó enga betri lausn hafa fyrir þennan flokk. Þegar ég var send upp á kvennadeild í kjölfar verkjakastanna kom í ljós að eggjastokkarnir á mér voru saman grónir. Þetta varð ljóst þegar læknirinn ómaði mig og fann ekki hægri eggjastokk. Kom þá í ljós að hann var á bakvið þann vinstri. Þegar ég bað um að komast að hjá endó teymi Landspítalans í kjölfarið var hinsvegar sagt að það væri nú ekki beint vitað að verkirnir stöfuðu af þessu, en ég var þó sett á listann. Þegar símtalið kom var áréttað hversu löng biðin væri eftir viðtali, ásamt því að lögð var sérstök áhersla á að, þrátt fyrir að hafa glímt við langvarandi ófrjósemi og vera að huga að næsta barni á næstu árum, væri bara lang sniðugast að fara á pilluna. Það versta við þessa frásögn er ekki mín reynsla. Heldur sú staðreynd að óteljandi einstaklingar hafa það mun verra. Miðað við reynslu og frásagnir annarra gæti þetta flokkast sem lúxus saga. Einungis nokkrar ferðir á bráðamóttöku og ekki háð morfínskyldum verkjalyfjum. Glasameðferð virkaði, ég á fullkomið barn og er enn með leg, tvo eggjaleiðara og tvo eggjastokka. Ég er ekki öryrki. Ég hef ekki þurft að leggjast oft undir hnífinn eða leita erlendis vegna skorts á úrræðum. Því miður eru ekki allir sem þjást af endómetríósu svo heppnir. Hvenær kemur sá tímapunktur að við förum kannski að taka verkjum þeirra sem þjást af endómetríósu alvarlega? Eða ætla allir að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn og skrifa ástandið bara á “túrverki,” lágt sársaukaþol eða móðursýki? Verða kannski einhverjar breytingar á næstunni, eða munu þeir einstaklingar sem enn hafa kvenlíffærin á sínum stað og nokkuð óskerta líffærastarfaemi þrátt fyrir skemmdir þurfa að missa meira? Þurfum við kannski bara meira morfín? Með því að skrifa hér undir geturðu haft bein áhrif á það hvort þjónusta við sjúklinga með endómetríósu verði bætt. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og félagskona í Samtökum um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar ég kvartaði yfir miklum blæðingum sem unglingur við heimilislæknirinn minn sagði hann að þær virtust bara miklar, alls blæddi einungis um eina matskeið hjá öllum konum við hverjar blæðingar. Þetta væri vitleysa og misskilningur hjá mér, ég ætti bara að vera róleg. Þegar ég kvartaði yfir að komast ekki í sund/íþróttir vegna túrverkja og mikilla blæðinga sagði íþróttakennarinn minn að þetta væri aumingjaskapur og flestar íþróttakonur stunduðu sitt sund bara með túrverki. Ég ætti bara að hreyfa mig til að minnka verki. Þegar ég var undirlögð af verkjum í vinnu, tók ég einfaldlega verkjalyf og reyndi að harka af mér. Því það að hringja sig veika “vegna túrverkja” var illa séð eða ekki í boði. Þegar ég vann sem flugfreyja og fékk verstu köstin eða bólgnaði út á kviðnum vegna loftþrýstings, leit ég auðveldlega út fyrir að vera gengin 5-6 mánuði á leið. Þrátt fyrir að vera að glíma við ófrjósemi. Ég tók helst eftir þessu í vesturstrandarflugum þegar vélin beið úti eftir áhöfninni og beltið í sætinu mínu var þrengra á leiðinni heim. Þegar ég glímdi við ófrjósemi var bókstaflega allt rannsakað og allt reynt - nema að senda mig í kviðarholsspeglun til greiningar á endómetríósu, sem allt benti til að ég væri með. Verkir, blæðingar, ófrjósemi, tíðarhringur og risastórar margra sentimetra blöðrur sem sprungu með tilheyrandi sársauka Síðasta árið áður en ég varð ófrísk af syni okkar vorum við hjá Livio þar sem til greina kom að mér yrði vísað áfram í skurðaðgerð. Það sem stoppaði það hins vegar var að ekki var skynsamlegt að gera aðgerð á heilbrigðum eggjastokkum með stórum blóðblöðrum, þar sem að líkur væru á skemmdum. Þessi staðhæfing vakti upp hugleiðingar um gæði umræddra skurðaðgerða, þó svo að það fái að liggja milli hluta að sinni. Þegar ég fékk fyrstu hríðarnar í gangsetningu með drenginn minn fannst mér þær bara óttalega ómerkilegar, svona miðað við fyrri verkjaköst sem ég hafði verið að fá. Ég spurði ljósmæðurnar hvort þetta væri allt og hvort þetta yrði ekki verra. Þegar það var bætt á mig hríðaraukandi lyf í æð fann ég svo mun meira til, en þó minnti það mig á verstu verkjaköstin.Ég lýg þvi þó ekki að hríðar með dreypinu voru verri – enda fékk ég á endanum væna mænudeyfingu. Þegar ég færði mig sjálf á milli rúma uppi á fæðingardeild og stóð upp og labbaði samstundis eftir bráðakeisaraskurð göptu ljósmæðurnar og spurðu hvort mér væri ekkert illt og hvort ég gæti þetta alveg. Einnig fékk ég þessa spurningu ítrekað fyrstu dagana á eftir þegar ég labbaði um og hélt á barninu mínu. Mér var auðvitað mjög illt, enda nýbúin í holskurði eftir 68 tíma krefjandi fæðingarferli og erfiða meðgöngu. Málið var bara að ég var þrælvön verkjum af þessari gráðu svo ég sá ekkert eðlilegra en að fúnkera bara eins og ég gerði vanalega. Ég fékk meira að segja, eins og aðrar keisaramömmur, verkjalyfið Oxycontin með mér heim sem ég sá ekki þörf á að taka - þetta væri jú bara eins og túrverkir. Þegar ég var lögð inn á bráðadeild vegna lamandi verkja í eitt af þremur skiptum árið 2022, fór svo að morfínið sem ég fékk í æð virkaði varla. Þess má geta að ég er alls ekki vön verkjalyfjum af þessum styrkleika. Sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfræðingar töluðu einnig um að útköll/innlagnir vegna verkja af völdum endómetríósu væru algeng. Þegar ég spurði í fáfræði minni hvað í ósköpunum ég ætti svo að gera ef annað eins kæmi fyrir aftur, var svarið einfalt: Ósköp lítið hægt að gera en komdu aftur niðureftir í verkjastillingu ef þú verður aftur svona slæm. Ég vil taka fram að um er að ræða bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem álag á starfsfólk er gríðarlegt og plássleysið algjört. En heilbrigðiskerfið virðist þó enga betri lausn hafa fyrir þennan flokk. Þegar ég var send upp á kvennadeild í kjölfar verkjakastanna kom í ljós að eggjastokkarnir á mér voru saman grónir. Þetta varð ljóst þegar læknirinn ómaði mig og fann ekki hægri eggjastokk. Kom þá í ljós að hann var á bakvið þann vinstri. Þegar ég bað um að komast að hjá endó teymi Landspítalans í kjölfarið var hinsvegar sagt að það væri nú ekki beint vitað að verkirnir stöfuðu af þessu, en ég var þó sett á listann. Þegar símtalið kom var áréttað hversu löng biðin væri eftir viðtali, ásamt því að lögð var sérstök áhersla á að, þrátt fyrir að hafa glímt við langvarandi ófrjósemi og vera að huga að næsta barni á næstu árum, væri bara lang sniðugast að fara á pilluna. Það versta við þessa frásögn er ekki mín reynsla. Heldur sú staðreynd að óteljandi einstaklingar hafa það mun verra. Miðað við reynslu og frásagnir annarra gæti þetta flokkast sem lúxus saga. Einungis nokkrar ferðir á bráðamóttöku og ekki háð morfínskyldum verkjalyfjum. Glasameðferð virkaði, ég á fullkomið barn og er enn með leg, tvo eggjaleiðara og tvo eggjastokka. Ég er ekki öryrki. Ég hef ekki þurft að leggjast oft undir hnífinn eða leita erlendis vegna skorts á úrræðum. Því miður eru ekki allir sem þjást af endómetríósu svo heppnir. Hvenær kemur sá tímapunktur að við förum kannski að taka verkjum þeirra sem þjást af endómetríósu alvarlega? Eða ætla allir að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn og skrifa ástandið bara á “túrverki,” lágt sársaukaþol eða móðursýki? Verða kannski einhverjar breytingar á næstunni, eða munu þeir einstaklingar sem enn hafa kvenlíffærin á sínum stað og nokkuð óskerta líffærastarfaemi þrátt fyrir skemmdir þurfa að missa meira? Þurfum við kannski bara meira morfín? Með því að skrifa hér undir geturðu haft bein áhrif á það hvort þjónusta við sjúklinga með endómetríósu verði bætt. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og félagskona í Samtökum um endómetríósu.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar