Áminning um auðlindir Erna Mist skrifar 7. mars 2022 15:01 Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Kynlíf Heilsa Íslensk tunga Erna Mist Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? Manstu hvernig heimurinn leit út áður en þú skiptir glugganum út fyrir skjá? Manstu hvað þér þótti verðugt áður en læktakkinn varð viðurkenningarmælikvarði? Manstu hver gildin þín voru áður en pólitískur rétttrúnaður varð að siðferðilegu öryggisneti? Manstu hvað þú gerðir þegar þú hafðir ekkert að gera? Áður en tækið í vasanum breytti frítíma þínum í skjátíma og þú neyddist til að upplifa eigin tilveru? Manstu hvað þú fílaðir áður en algóritminn útbjó þér uppskrift? Manstu hvert þú beindir athyglinni áður en hún var uppskorin, framseld og gerð að einni verðmætustu auðlind nútímans? Manstu eftir kynorkunni sem dreif þig út á lífið áður en myndböndin á netinu deyfðu hana niður? Manstu eftir umheiminum áður en fréttirnar sögðu þér að hræðast hann? Manstu eftir líkamanum áður en kyrrsetan breytti honum í búr? Manstu eftir orðunum áður en stafrænar táknmyndir á borð við broskalla og hjörtu komu í stað setninga, hugmynda og hugrenninga? Manstu hvernig samræðurnar víkkuðu í okkur mannskilninginn áður en myndir og hlekkir komu í stað raunverulegra tjáskipta? Manstu hver þú ert og hver þú varst og hver þig langar að vera? Því um leið og maður hættir að svara þessari spurningu er einhver annar tilbúinn að svara fyrir mann. Það er alltaf einhver auglýsing, eitthvert trend, frétt, þáttur eða hlaðvarp tilbúið að segja manni hvað maður á að vera að hugsa um, og þess vegna er ein helsta áskorun nútímamannsins að beita athyglinni inn á við. Sjálfsstjórn birtist í mörgum myndum. Að hafa stjórn á eigin skapi ber vott um þroska. Að hafa stjórn á eigin líkama ber vott um heilsu. Að hafa stjórn á eigin neyslu ber vott um andlegt jafnvægi. Að hafa stjórn á eigin tíma ber vott um farsæld. En sá sem hefur stjórn á eigin athygli - hann er raunverulega frjáls. Höfundur er listmálari.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun