Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Ragnar Schram skrifar 7. mars 2022 14:01 Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Réttindi barna Hjálparstarf Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. Einkum er ástandið átakanlegt meðal um 160.000 barna sem ekki eiga foreldra á lífi, eða geta ekki búið hjá þeim. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð. Börnin upplifa nú miklar hörmungar, ekki nóg með það að umhverfi þeirra sé sprengt í loft upp, heldur hafa sum þeirra engan fullorðinn til að halla sér að og fá huggun hjá. Lamað barnaverndarkerfi Staðreyndin er nefnilega sú að barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þannig hafa sum börnin verið yfirgefin tvisvar; fyrst þegar þau misstu foreldra sína og síðan þegar umönnunaraðilar þeirra yfirgáfu þau í stríðinu. Fyrir vikið eru þúsundir barna yfirgefnar á stofnunum og eiga sér litla von um að einhver komi og bjargi þeim. Þau heyra öskrin og sprengingarnar en vita ekki hvenær þau fá næst að borða eða hvort þau lifi daginn af. SOS reynir að hjálpa sem flestum börnum Vart þarf að taka fram hve djúp sár munu myndast á sál þessara barna, þ.e.a.s. ef þau lifa af. Okkar sálfræðingar og aðrir sérfræðingar gera sitt besta til að ná til og hjálpa sem flestum börnum, en staðan er vægast sagt erfið. Rétt er þó að nefna sérstaklega að börnin í SOS barnaþorpinu í Brovary, eru komin í öruggt skjól í Póllandi. Aðgerðir okkar í Úkraínu snúa nú að öðrum börnum, sem ekki eru eins lánsöm. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun