„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Snorri Másson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 22:00 Tvo daga í röð hefur ekki gengið að flytja íbúa frá hafnarborginni Mariupol. Hér sjást íbúar Irpin í úthverfi Kænugarðs yfirgefa borgina. Vísir/EPA Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Lífið í Úkraínu er ógnvekjandi enda blasa sprengingar, angist og vosbúð við mörg hundruð þúsund íbúum þessa dagana. Og enginn er óhultur - ekki einu sinni fólk sem særst hefur í árásunum og dvelur á sjúkrahúsi í Maríupol og biður þess að árásunum fari að linna. Nóttin hafði, líkt og undanfarnar nætur, í för með sér enn frekari árásir og nú á nokkrar heilbrigðisstofnanir í Úkraínu, sem allar eru yfirfullar. Rétt er að vara við myndefni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan. Gerð var önnur tilraun til vopnahlés í Maríupol í dag með það að markmiði að forða allt að 200 þúsund íbúum úr borginni. Sú tilraun fór út um þúfur líkt og í gær og aðeins tókst að forða um 300 manns. Þá hafa harðar árásir geisað víðar en úkraínskar hersveitir telja Kænugarð vera aðalskotmark Rússa. „Það er rosaleg brunalykt í loftinu alls staðar þar sem þú kemur, hér inni í lestarstöðinni og allt í kring,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í Kænugarði en rætt var við hann í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 Forseti Úkraínu hefur kallað eftir algjöru flugbanni yfir landinu. „Ef þið gerið það ekki, ef þið afhendið okkur að minnsta kosti ekki flugvélar svo við getum varið okkur drögum við aðeins eina ályktun af því: Þið viljið að við verðum drepin hægt og bítandi. Þetta er á ábyrgð stjórnmálamanna heimsins, vestrænna leiðtoga í dag og um alla framtíð,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þar sem hann biðlaði eftir frekari aðstoð. Friðarviðræðum hefur ekkert miðað áfram og á meðan geisa hörmungarnar áfram. Þúsundir hafa verið lagðir til hinstu hvílu síðustu daga. „Fólk í Rússlandi trúir ekki hvað er í gangi“ Vladimír Pútín hefur sett lög í Rússlandi er varðar birtingu, það sem Rússar kalla, falsfrétta um stríðið í Úkraínu. Brot á þessum lögum getur varðað allt að fimmtán ára fangelsi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fái um stríðið séu mjög takmarkaðar. „Það hefur verið bent á að þær upplýsingar sem almenningur í Rússlandi fær er í raun og veru það sem kemur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. Strax í upphafi stríðs voru sett um það lög í landinu að það mætti eingöngu fjalla um þetta stríð með ákveðnum orðum. Það mætti ekki nota orðið árás, innrás eða stríð,“ sagði Sigríður Dögg í samtali við Snorra Másson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir „Fólk í Rússlandi margt hvert veit ekki einu sinni að það er stríð í gangi í Úkraínu og neitar að trúa því sem kemur fram í þeim fáu erlendu miðlum sem það hefur aðgang að. Nú hafa verið sett lög að það varðar fimmtán ára fangelsi að segja fréttir af stríðinu sem væru ekki þóknanlegar stjórnvöldum og þeim upplýsingum sem þær veita. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja í Rússlandi hvað er í gangi,“ sagði Sigríður Dögg.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira