Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 23:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira