Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 23:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira