Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 20:38 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir að nýtt skipulag talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, muni leiða til minni gæða, aukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Vísir/Ernir Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi. Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Í færslu sem Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, birtir á Facebook tjáir hún sig um auglýsingu um nýtt skipulag á talsmannaþjónustunni. Auglýsingin var birt á vef Útlendingastofnunar í gær. Guðríður Lára, sem er teymisstjóri teymis Rauða krossins um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að skipulagið sem kynnt var í gær sé í raun nákvæmlega sama skipulag og var við lýði áður en Rauði krossinn tók við málefninu árið 2014. Segir hún að það skipulag hafi ekki þótt gott. Hún segir að tímagjaldið hafi hækkað um 1000 krónur frá 2014 og sé enn það lægsta sem ríkið greiði fyrir vinnu lögfræðinga. „Þarna er líka hámark á tímafjölda sem ekki er í nokkrum takti við raunveruleikann en ekki var leitað til RKÍ, sem hefur sinnt þessu í bráðum sjö ár, þegar umræddur tímafjöldi var reiknaður út,“ skrifar Guðríður Lára. Þá segir hún að ekki virðist sem svo að gert sé ráð fyrir greiðslu á útlögðum kostnaði vegna túlkaþjónustu. „Þetta afhjúpar viðhorf þeirra sem ráða til verkefnisins og fólksins sem á allt sitt undir hér. Þessi tímamót eru dapurleg. Þetta skipulag mun að mínu mati leiða til minni gæða, stóraukins kostnaðar, verri þjónustu og lengri málsmeðferðar. Það tapa allir á þessu.“ Í febrúar kom fram að öllum lögfræðingum Rauða krossins hafi verið sagt upp störfum þar sem ekki væri búið að framlengja samning við dómsmálaráðuneytið. Þá sagði Guðríður Lára að það stæði til að Rauði krossinn tæki þátt í hugsanlegu útboði en það ylti á skilmálum útboðsins.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira