Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2022 19:03 Pavel Ermolinskij daðraði við þrennuna þegar hann hjálpaði sínum mönnum að leggja Keflavík að velli Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík. Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira