Sólveig Anna, Mogginn og SALEK Birgir Dýrfjörð skrifar 5. mars 2022 07:00 Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar