Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn í miklu jafnvægi frá upphafi til enda. Hvorugu liðinu tókst að hrista andstæðingana af sér, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15-15.
Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð að lokum jafntefli, 29-29.
Elvar og félagar sitja eins og áður segir á botni frönsku deildarinnar með fimm stig eftir 19 leiki, þremur stigum frá öruggu sæti. Nimes situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig.