Rökrætt um lífeyrismál Drífa Snædal skrifar 4. mars 2022 13:01 ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Lífeyrissjóðir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun