Ljósleiðaradeildin: Vallea klárar söguna og Tommi Nostradamus Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2022 18:17 Ljósleiðaradeildin í CS:GO er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport alla þriðjudaga og föstudaga. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hélt sínu striki síðastliðinn þriðjudag með tveimur viðureignum. Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport
Í fyrri viðureign kvöldsins mættust Vallea og SAGA þar sem Vallea vann mikilvægan sigur, 16-13. Sigurinn var mikilvægur fyrir liðið í toppbaráttunni, en liðið lyfti sér upp að hlið Þórs í annað sæti deildarinnar. Það voru þeir Narfi og Minidegreez, liðsmenn Vallea, sem kláruðu viðureignina. Þetta var svo valið Elko tilþrif kvöldsins, en myndbrot af seinustu andartökum leiksins má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Elko tilþrif 1. mars Í seinni viðureign kvöldsins mættust Ármann og Þór þar sem Ármann vann nokkuð óvæntan sigur. Fyrir leik veltu þeir Tómas Jóhannsson og Kristján Einar Kristjánsson því fyrir sér hvaða kort yrði spilað og Tómas virtist vera með það allt á hreinu. Tómas þuldi upp ástæður fyrir því af hverju hann héldi að Inferno yrði fyrir valinu áður en Kristján stoppaði félaga sinn og spurði hvort hann væri nokkuð Nostradamus. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Tommi Nostradamus Ljósleiðaradeildin í CS:GO heldur áfram annað kvöld á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þegar XY mætir Fylki og botnlið Kórdrengja mætir toppliði Dusty.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport