Rétta hugarfarið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 3. mars 2022 07:31 Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Magnús Jóhann Hjartarson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú er marsmánuður að renna í garð. Við erum að sigrast á Covid, þetta æðislega veður með sínum viðvörunum og her Pútíns að djöflast í Kænugarði. Ég veit ekki með ykkur en þetta allt hjálpar mér ekki að byrja árið með stæl. Hins vegar er alltaf hægt að reyna breyta hugarfarinu og horfa á björtu hliðarnar. Við höfum fengið meiri tíma til að verja með fjölskyldu og ástvinum. Meiri tíma til að vinna í sjálfum okkur og okkar draumum á meðan sóttkví og einangrun stóð yfir. Varðandi hugarfar þá er svo mikilvægt að vera meðvitaður um baráttuna sem á sér stað innra með okkur frá degi til dags. Til dæmis: „Á ég að fá mér pizzu í kvöld eftir langan dag?“ „Nenni ég í ræktina?“ og „Hvernig væri að fara snemma að sofa og slökkva á símanum?“ Þetta þekkja allir. Við mannfólkið erum tilfinningaverur og upplifum okkar líf með ólíkum hætti eftir því með hvaða gleraugum við horfum á það. Sú mynd sem við sjáum mótast eftir því hvernig innra samtalið er. Við upplifum okkar raunveruleika mjög mismunandi eftir tilfinningaástandi okkar, reynslu og hvaða hugmyndir við höfum um lífið. Taka má dæmi um einstakling sem trúir því að greind hans sé ákveðin í genum hans sem ekki er hægt að breyta. Auðvitað er ég ekki að segja að allir gætu verið eins og Elon Musk með réttu hugafari en ég er samt að segja að flestir gætu gert 10% meira í sínu lífi en þeir eru að gera núna. Sama má segja um fólk sem lendir í meiðslum eða mótlæti. Það má ekki gefast upp heldur þarf að trúa því að með eigin viljastyrk og vinnu sé hægt að breyta því. Einnig er mjög mikilvægt að átta sig á því að genin okkar ráða ekki öllu. Þó eru genalækningar framtíðin. Þetta þekki ég sérstaklega vel í minni vinnu sem einkaþjálfari í Hreyfingu. Þar fæ ég fólk til mín sem hefur ákveðið að það vill ekki láta gamlar venjur stjórna sér lengur og hefur viljann til að gera eitthvað í því. Einnig þekki ég fólk sem hefur meiðst eða er mikið verkjað og hefur sjaldan leitað sér hjálpar með þau meiðsl og trúir einlæglega að þetta ástand sé komið til að vera. Ég er að skrifa þennan pistil til að segja þér að það þarf alls ekki að vera þannig. Það er alltaf til leið en hún er ekki alltaf auðveld og stundum ansi erfið. Oft er þörf á því að við þurfum að fara út fyrir þægindarammann og setja sjálfið okkar til hliðar og viðurkenna að við vitum ekki svarið og þurfum kannski hjálp. Einnig getur það verið að við þurfum að hætta að hlusta á neikvæðar raddir í umhverfi okkar og fylgja okkar eigin innsæi og þora að taka af skarið til þess að breyta. Grunnmarkmiðið með þessum pistli er að reyna að fá lesandann til að horfa á einhver svið í sínu lífi með nýjum augum, hvort sem það er heilsan, vinnuástand eða gæði samskipta. Fyrst þarf að greina vandamálið, viðurkenna það og vilja breyta því. Án þess samt að kenna sjálfum sér um því það getur endað í sjálfsvorkunn. Vilji er allt sem þarf viljir þú betri heilsu. Höfundur er sálfræðinemi og einkaþjálfari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun