Alls greindust 2.236 innanlands með Covid-19 í gær samkvæmt upplýsingavefnum Covid.is. Af þeim greindust 2.089 í hraðprófum og 147 í PCR. Það er umtalsverður samdráttur frá því á mánudag þegar 3.367 greindust með Covid-19 innanlands.
Nú eru 65 innlagðir á sjúkrahús með Covid-19 og fjórir eru á gjörgæslu.
5.153 hraðpróf voru tekin í gær og greind 552 PCR-sýni. Til samanburðar voru 5.786 innanlandssýni voru greind með hraðprófi á mánudag og 494 með PCR-prófi.