Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 10:16 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Hvítrússa hertum refsiaðgerðum vegna hlutverks þeirra í innrás Rússa í Úkraínu. Þegar eru í gildi fjöldi þvingana á landið vegna mannréttindabrota sem stjórnvöld hafa framið gegn andstæðingum sínum undanfarin tæp tvö ár. Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00