„Krefjandi aðstæður og mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 13:00 Arnar Pétursson í höllinni í Kastamonu þar sem íslenska landsliðið freistar þess að taka skref í viðbót í átt að EM sem fram fer í desember. Skjáskot Búist er við 2-3.000 öflugum, tyrkneskum stuðningsmönnum á leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu í dag, í undankeppni EM kvenna í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fagnar því. „Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira