Sendiherrann segir að barist verði til síðasta blóðdropa um Kænugarð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 18:33 Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi er ómyrk í máli og segir að Úkraínumenn munu verja Kænugarð. Vísir Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina „Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent