Stöðnun er ekki í boði Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 15:01 Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars .
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun