Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 1. mars 2022 10:30 Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Eva Sjöfn Helgadóttir Heimilisofbeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun