Heimilisofbeldi – Ertu viss um að börnin séu sofandi? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 1. mars 2022 10:30 Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Eva Sjöfn Helgadóttir Heimilisofbeldi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er þegar að einstaklingur inni á heimili hótar, niðurlægir, ógnar, kúgar, beitir líkamlegu, fjárhagslegu, stafrænu eða kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki það sama og að vera ósammála, verða pirraður og reiður vegna einhvers. Þegar að pirringur, reiði og ágreiningur fer að bitna á heimilismeðlimum á þennan hátt þá er um heimilisofbeldi að ræða. Fjölgun tilkynninga Heimilisofbeldis tilkynningum hefur fjölgað ár frá ári síðan árið 2015. 2015: 782 tilkynningar 2016: 792 tilkynningar 2017: 872 tilkynningar 2018: 869 tilkynningar 2019: 902 tilkynningar 2020: 1.017 tilkynningar Heimilisofbeldi er því gríðarlegt vandamál hér á landi og ekki til ein lausn við því. Mikilvægt er þó að huga að því að oft er heimilisofbeldi viðvarandi ástand innan fjölskyldu. Það gerist oft ítrekað nema að gerandinn leiti sér aðstoðar við ofbeldishegðun sinni. Ofbeldi á sér stað í öllum stöðum samfélagsins og allir geta orðið fyrir ofbeldi en þeir sem að beita því verða að axla ábyrgð og tryggja það að varpa ekki ábyrgð yfir á þolendur ofbeldisins. Börn vita, heyra og finna Börn sem að sjá eða heyra heimilisofbeldi eru þolendur ofbeldis. Orðin sem eru sögð og spennan sem að er í andrúmsloftinu hún býr til öryggisleysi hjá börnum. Þessi börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur börn vegna þess ofbeldis sem að þau upplifa innan veggja heimilisins. Börnin eru ekki alltaf sofandi á kvöldin þegar að mesta ofbeldið á sér stað, börnin heyra og skynja mun meira en foreldrar gera sér oft grein fyrir. Gerendur bera ábyrgð og þurfa aðstoð til að breyta hegðun sinni Það er ekki svo að börn ætli sér að verða fullorðnir einstaklingar sem að beita ofbeldi í samskiptum. Gerendur þurfa aðstoð við að tileinka sér nýjar leiðir til að brjóta ekki á öðrum heimilismeðlimum vegna eigins vanmáttar, skorts á tilfinningastjórnun og skorts á innsýn inn í tilfinningar og líðan annarra fjölskyldumeðlima. Einn gerandi getur haft gríðarleg áhrif á líf margra þolenda. Því er svo mikilvægt að við styðjum einnig við gerendur til að samfélagið verði heilbrigðara. Ég hvet öll sem að gætu verið gerendur eða þolendur heimilisofbeldis að leita sér aðstoðar því að ofbeldið hættir yfirleitt ekki nema með aðkomu fagaðila. Sá sem að beitir heimilisofbeldi ber einn ábyrgð á ofbeldinu. Ef að þú ert gerandi eða þolandi heimilisofbeldis þá vil ég hvetja þig að leita þér aðstoðar, ýmis frábær úrræði eru til og hægt að skoða þau á síðu 112.is https://www.112.is/urraedi Verndum og styðjum þolendur og styðjum gerendur til bættrar hegðunar. Höfundur er sálfræðingur og barnaverndarstarfsmaður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun