Úkraínskt CrossFit-fólk með innrás inn á topplista The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 13:30 Það leit út fyrir að Úkraínumenn væru að taka yfir topplistann á The Open en það var ekki alveg svo. Getty/Gavriil Grigorov Innrás Rússa í Úkraínu hefur alls staðar áhrif í íþróttaheiminum og líka innan CrossFit íþróttarinnar nú þegar undankeppnin fyrir heimsleikana 2022 er hafin. Það hefði auðvitað verið táknrænt ef að CrossFit fólk frá Úkraínu næði að tryggja sér efsta sætið í fyrsta hluta The Open og um tíma leit út fyrir það áður en sannleikurinn kom í ljós. Skilafrestur á fyrstu æfingunni á The Open, 22.1, var í gær og í framhaldinu birtust hver Úkraínumaðurinn á fætur öðrum í efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Um tíma voru fimm Úkraínumenn í efstu fimm sætunum karlamegin og hjá konunum var hin sautján ára gamla Svetlana Pushkareva einnig efst. Öll skiluðu þau myndbandi með skori sínu sem vanalega á að sýna æfinguna til að sanna það að þau hafi gert æfinguna jafnvel og tölurnar sýndu. Það reyndist þó vera allt annað á þessu myndbandi en CrossFit æfing. Öll myndböndin voru nefnilega tengill á myndband á Youtube. Þetta var mótmælamyndband gegn innrás Rússa ú Úkraínu og bar heitið „Ban Russian CrossFit Athletes.“ Úkraínska CrossFit fólkið vildi fá sömu viðbrögð frá CrossFit samtökunum og frá Alþjóða Ólympíunefndinni, FIFA og UEFA, sem öll hafa bannað þáttöku rússneskra liða í keppnum á sínum vegum. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Það hefði auðvitað verið táknrænt ef að CrossFit fólk frá Úkraínu næði að tryggja sér efsta sætið í fyrsta hluta The Open og um tíma leit út fyrir það áður en sannleikurinn kom í ljós. Skilafrestur á fyrstu æfingunni á The Open, 22.1, var í gær og í framhaldinu birtust hver Úkraínumaðurinn á fætur öðrum í efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Um tíma voru fimm Úkraínumenn í efstu fimm sætunum karlamegin og hjá konunum var hin sautján ára gamla Svetlana Pushkareva einnig efst. Öll skiluðu þau myndbandi með skori sínu sem vanalega á að sýna æfinguna til að sanna það að þau hafi gert æfinguna jafnvel og tölurnar sýndu. Það reyndist þó vera allt annað á þessu myndbandi en CrossFit æfing. Öll myndböndin voru nefnilega tengill á myndband á Youtube. Þetta var mótmælamyndband gegn innrás Rússa ú Úkraínu og bar heitið „Ban Russian CrossFit Athletes.“ Úkraínska CrossFit fólkið vildi fá sömu viðbrögð frá CrossFit samtökunum og frá Alþjóða Ólympíunefndinni, FIFA og UEFA, sem öll hafa bannað þáttöku rússneskra liða í keppnum á sínum vegum.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira