Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Veðurviðvaranir hafa verið tíðar að undanförnu hér á landi. Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. Gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir hafa einkennt þetta ár. Fréttir af mjög slæmu veðri hafa verið tíðar og eru allar líkur á því að meira verði um aftakaveður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, sem hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að búa fólk undir breyttan heim og er fjallað um til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast loftslagsbreytingum. Halldór Björnsson. Með því er ekki átt við aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. „Hluti af þessari áhættustýringu eru þessi viðbrögð. Að geta brugðist við. Vera þjóðfélag sem hafi þanþol fyrir loftslagsbreytingum eða loftslagsvarið á einhvern hátt,“ sagði Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Til dæmis þurfi að grípa til aðgerða þegar kemur að matvælaöryggi. „Þessi skýrsla fjallar meðal annars um hvað hægt sé að gera. Hvernig hægt er að vera með ræktun sem gerir marga hluti í einu það er að segja bæði bindur og auk þess gefur matvæli.“ Þá þurfi stjórnvöld að passa upp á skipulag. „Það er líka sérstaklega fjallað um sjávarstöðuhækkun og hvernig þurfi að bregðast við henni og það er vandamál sem við þurfum líka að glíma við. Við þurfum að passa okkur að skipuleggja okkur ekki í vandræði.“ Veður Loftslagsmál Umhverfismál Matvælaframleiðsla Skipulag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir hafa einkennt þetta ár. Fréttir af mjög slæmu veðri hafa verið tíðar og eru allar líkur á því að meira verði um aftakaveður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, sem hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að búa fólk undir breyttan heim og er fjallað um til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast loftslagsbreytingum. Halldór Björnsson. Með því er ekki átt við aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. „Hluti af þessari áhættustýringu eru þessi viðbrögð. Að geta brugðist við. Vera þjóðfélag sem hafi þanþol fyrir loftslagsbreytingum eða loftslagsvarið á einhvern hátt,“ sagði Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Til dæmis þurfi að grípa til aðgerða þegar kemur að matvælaöryggi. „Þessi skýrsla fjallar meðal annars um hvað hægt sé að gera. Hvernig hægt er að vera með ræktun sem gerir marga hluti í einu það er að segja bæði bindur og auk þess gefur matvæli.“ Þá þurfi stjórnvöld að passa upp á skipulag. „Það er líka sérstaklega fjallað um sjávarstöðuhækkun og hvernig þurfi að bregðast við henni og það er vandamál sem við þurfum líka að glíma við. Við þurfum að passa okkur að skipuleggja okkur ekki í vandræði.“
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Matvælaframleiðsla Skipulag Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira