Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:23 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki mæta Rússlandi á meðan á hernaði Rússa stendur. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir.
Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.
Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59
FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14
England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57