Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 13:22 Ingólfur Bjarni í Úkraínu. Fréttaskeyti hans þaðan og þá ekki síður þegar hann yfirgaf landið þegar átökin brutust út hafa vakið verulega athygli. ruv/skjáskot Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. „Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Ágætu fjölmiðlanördar. Fréttateymi Kveiks og fréttastofu, sem er nú til allrar lukku komið til Póllands, er ekki stríðsfréttaritarar. Þeir fóru ekki út sem slíkir, heldur á svæði þar sem hafði lengi gætt talsverðrar spennu og markmið þeirra var að gera fréttaskýringu um þá stöðu,“ segir Þóra í pistli sem hún birtir á Facebook-hópnum Fjölmiðlanördum. Ingólfur Bjarni skotspónn gárunga Nokkuð hefur borið á því að Ingólfur Bjarni hafi verið skotspónn gárunga á samfélagsmiðlum þar sem honum er ýmist borið á brýn að hafa verið sjálfhverfur í sinni fréttamennsku af vettvangi og svo að það megi heita einkennileg fréttamennska að flýja af vettvangi þegar átök brjótast út. Ekki er úr vegi að álykta sem svo að pistlar þeirra Heiðars Arnar og Þóru sé viðleitni í þá átt að kveða slíkar glósur í kútinn. „Ferðalagið þeirra tók svo sannarlega aðra stefnu en var áætlað þegar þeir lentu á miðvikudagskvöld. Rússneskar hersveitir hófu innrás nokkrum klukkustundum síðar, og ólíkt því sem flestir bjuggust við létu þeir ekki duga að ráðast inn í austurhéruðin heldur hófst allsherjarinnrás með árásum á höfuðborgina,“ segir Heiðar Örn í pistli sem hann birtir um málið á sinni Facebooksíðu. Hann segir að fæstir hafi gert ráð fyrir því að Pútín léti til skara skríða. Mikilvæg innsýn „Ferðalagið var vel undirbúið og tilgangurinn var að sækja efni í fréttaskýringu um spennuna á svæðinu og samband ríkjanna tveggja. Þegar árásir hófust voru allar áætlanir lagðar til hliðar enda engar forsendur fyrir því að halda þeim áfram í landinu. Margir fréttamiðlar voru í sömu spörum og kölluðu sína fréttamenn frá höfuðborginni á sama tíma.“ Nokkra athygli vakti að Ingólfur Bjarni táraðist í fréttaskeyti frá Úkraínu þegar fyrir lá að innrás rússneska hersins væri hafin. Bæði Þóra og Heiðar Örn segja að ferðalag Ingólfs Bjarna veiti mikilvæga innsýn í heimssögulega atburði og Þóra segir þeir Ingólfur Bjarni og Ingvar Haukur hafi aldrei sett sig í forgrunn í fréttaflutningi frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira