Vala Matt fór fyrir Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi í innlit í íbúð í miðbænum þar sem áhrif sjötta og sjöunda áratugarins eru ríkjandi.
Falleg myndlist þekur í bókstaflegri merkingu alla íbúðina og veggir sjást varla fyrir verkunum. Jafnvel eldhúsið er þakið myndlist.
Um er að ræða íbúð hjá unga listaparinu Árna Má Erlingssyni og Sigrúnu Karls Kristínardóttur en þau sýndu áhorfendum Stöðvar 2 hvernig megi raða myndlist á veggi og hvernig liti má gjarnan velja á veggina sem bakgrunn.
Einstaklega vel heppnað hjá parinu en íbúð þeirra er hin glæsilegasta eins og sjá má hér að neðan.