Fréttastofu hefur borist myndband af bílnum þar sem hann var utan vegar, en veðurskilyrði á svæðinu eru ekki með besta móti, ekki frekar en víða annars staðar á suðvesturhorninu.
Samkvæmt vegfarandanum sem tók myndbandið var bíllinn um það bil mitt á milli Mógilsár og Grundarhverfis.
Fréttastofa hafði samband við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem sagði að ekki hefði verið óskað eftir aðstoð þess vegna málsins, og því ljóst að engin slys hefðu orðið á fólki.